Fara í efni
Tilkynningar

Tunnuskipti á sorptunnum næstu daga

Deildu

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að hefja tunnuskipti á morgun, miðvikudaginn 3. desember.

Þá verður skipt út brúnu sorptunnunum fyrir tvískipta tunnu á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði.
Á fimmtudag 4. desember og föstudag 5. desember verður haldið áfram með tunnuskipti í Neskaupstað.

Íbúar eru beðnir um að huga sérstaklega að eftirfarandi: 

„Ef íbúar eru með teygjur á tunnulokinu þurfa þeir sjálfir að taka það af brúnu tunnunni.“

Gert er ráð fyrir að halda áfram með tunnuskiptin í hinum þremur bæjarkjörnum sveitarfélagsins strax eftir helgi.

Íbúar eru jafnframt beðnir um að ganga frá tunnum þannig að þær séu aðgengilegar við götu þegar tunnuskiptin fara fram.