Vattarnesvegi, út með sunnanverðum Reyðarfirði, var lokað seinni partinn í dag eftir að Miðstrandará flæddi yfir hann og verður vegurinn lokaður eitthvað áfram. Vegurinn um Vattarnesskriður er opinn en til stendur að hreinsa grjóthrun úr þeim nú í kvöld, en vegfarendur eru hvattir til að hafa varan á þegar ekið er þar um.
Vattarnesvegur lokaður vegna vatnavaxta
