Talsverðri úrkomu er spáð á sunnanverðum Austfjörðum. Gul veðurviðvörun tekur gildi frá kl. 18:00 á morgun. Úrkoma og hvassviðri. Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni í lækjarfarvegum og undir bröttum hlíðum. Hugsanlegar samgöngutruflanir vegna þessa.
Gert ráð fyrir að vatnsveðri fari að slota seinni part föstudags en áfram hvassviðri. Veðurviðvörun dettur úr gildi aðfaranótt laugardags.
Vel fylgst með af hálfu Veðurstofu. https://www.vedur.is/vidvaranir
Förum varlega.
Veðurviðvörun frá Veðurstofu
