mobile navigation trigger mobile search trigger
23.07.2021

Af málefnum Breiðabliks

Í ljósi umfjöllunar um málefni Breiðabliks í Neskaupstað í gær vill Fjarðabyggð taka fram að velferð íbúa og starfsmanna í Breiðablik hefurog mun alltaf verða í forgrunni þeirra aðgerða sem þar er ráðist í til að lagfæra húsnæðið vegna þeirra myglu sem þar fannst. Vinna við það gengur vel, og er unnin í samstarfi við sérfræðinga hjá verkfræðistofunni EFLU.

Af málefnum Breiðabliks

Þegar í ljós kom að hluti af húsnæði Breiðabliks var myglað var strax hafist handa við að skoða til hvaða aðgerða þyrfti að grípa í samráði við verkfræðistofuna EFLU. Nú þegar eru framkvæmdir vel á veg komnar, og búið er að hreinsa myglu úr öllum þeim rýmum sem hún greindist í. Rétt er að taka fram að engir íbúa dvelja í þeim íbúðum sem mygla fannst í á meðan framkvæmdum við þær hefur staðið.

  • Búið er að koma í veg fyrir allan leka úr lögnum hússins.
  • Búið er að hreinsa öll þau rými sem mygla fannst í, og hefur EFLA tekið það verk út og er nú engin mygla í þeim rýmum sem hún greindist í áður. Unnið er að því að auka loftræstingu í öllum rýmum.
  • Í föndurherberginu verður skipt um alla glugga, og þegar að þeirri vinnu líkur verður lokið við að klára það rými.
  • Varðandi myglu sem fannst í þaki hússins er vinna við það í eðlilegum farvegi. Unnið er að því að skoða til hvaða aðgerða þarf grípa, en ekki er talinn hætta á að mygla berist úr þakinu og aðra hluta hússins.

Síðan að myglan í Breiðablik kom í ljós hefur framkvæmdasvið Fjarðabyggðar unnið að málinu í nánu samstarfi við verkfræðistofuna EFLU, íbúa og starfsmenn í húsinu. Velferð íbúa og starfsmanna hefur í þeirri vinnu ávalt verið höfð í fyrirrúmi og reynt að koma því þannig fyrir að rask þeirra verði eins lítið og mögulegt er. 

Frétta og viðburðayfirlit