mobile navigation trigger mobile search trigger
03.12.2020

Áfram slæm veðurspá í fyrramálið - Snjómokstur gæti tafist.

Slæmt veður hefur verið víða í Fjarðabyggð í dag og talsverður snjór hefur safnast fyrir. Spáð er leiðinlegu veðri áfram í fyrramálið og eitthvað fram eftir morgni. Snjómokstur mun hefjast snemma í fyrramálið og lögð verður áhersla á að opna helstu stofnleiðir áður en farið verður í húsagötur. Þessi vinna mun taka tíma og ljóst er að snjómokstri mun EKKI verða lokið í öllum húsagötum þegar fólk leggur í hann til vinnu og skóla í fyrramálið. Það má því gera ráð fyrir að einhverjar götur gætu verið þung- eða ófærar eitthvað fram eftir morgni. 

Áfram slæm veðurspá í fyrramálið - Snjómokstur gæti tafist.

Frétta og viðburðayfirlit