mobile navigation trigger mobile search trigger
10.05.2015

Áhöfnin á Jóhönnu kveður

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, tók ásamt sr. Sigurði Rúnar Ragnarssyni, sóknarpresti og Guðjóni B. Magnússyni, formanni sóknarnefndar Norðfjarðrkirkju, á móti áhöfn færeyska trúboðsskipsins Jóhönnu í Neskaupstað í dag. 

Áhöfnin á Jóhönnu kveður

Í tilefni af komu bátsins afhentu Sr. Sigurður og Guðjón leiðangursstjóra ferðarinnar, Svenning av Lofti, innrammaða bæn til varðveislu um borð í bátnum.

Frá Fjarðabyggð liggur leiðin til Seyðisfjarðar, sem verður jafnframt síðasti viðkomustaður Jóhönnu í þessari ferð bátsins um Austfirði.

Johanna kom til Fjarðabyggðar á miðvikudaginn var. Fyrsti viðkomustaðurinn var Stöðvarfjörður, þar sem Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi og Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, tóku f.h. sveitarfélgsins á móti áhöfninni.

Báturinn hefur þrætt firðina í Fjarðabyggð einn af öðrum á undanförnum dögum. Íbúum á hverjum stað hefur verið boðið um borð í skiptið kl. 13:00 og það sama kvöld á samkomu í kirkju hvers staðar.

Margt var um manninn um borð í bátnum í Neskaupstað í dag. Samkoman í Norðfjarðarkirkju hefst svo kl. 20:00 í kvöld.

Frétta og viðburðayfirlit