mobile navigation trigger mobile search trigger
03.02.2017

Alcoa Fjarðaál menntafyrirtæki ársins 2017

Fjarðaál fékk verðlaunin sem menntafyrirtæki ársins á menntadegi atvinnulífsins í gær úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

Alcoa Fjarðaál menntafyrirtæki ársins 2017
Mynd 1: Frá athöfninni. T.f.v. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Fjarðaáls og hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Þetta var í fjórða sinn sem menntadagurinn er haldinn. Við afhendinguna sagðist Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri, vera afar stoltur af því að taka við viðurkenningunni fyrir hönd starfsfólksins. Innan fyrirtækisins starfaði fjölbreyttur hópur starfsfólks sem öll væru sérfræðingar á sínu sviði. Lykillinn að því að hármarka og viðhalda þekkingu, hæfni og reynslu innan fyrirtækisins væri að allt starfsfólkið sé reiðubúið að miðla sín á milli í gegnum fræðslustarf og skipulags fyrirtækisins.

Fyrirtækið hefur ásamt sveitarfélaginu unnið að því að efla áhuga ungs fólks á Austfjörðum á verk- og tæknimenntun. Verkefnið heppnaðist mjög vel og tvöfaldaðist fjöldi þeirra sem sem völdu verk- og tækninám að loknum grunnskólum á aðeins þremur árum.

Atvinnulífið hefur lengi kallað eftir eflingu verk- og tæknináms og sagði Magnús að lykilatriði í að ná því marki væri samvinna atvinnulífs, skólakerfis og sveitarfélaga. Fyrirtækið myndi halda áfram að leggja sitt af mörkum.

Fleiri myndir:
Alcoa Fjarðaál menntafyrirtæki ársins 2017
Mynd 2: Mannauðsteymi Fjarðaáls og forstjóri ásamt mennta- og menningarmálaráðherrra og forseta Íslands. T.f.v. Hilmar Sigurbjörnsson sérfræðingur í mannauðsmálum, Sigrún Björnsdóttir fræðslustjóri, Guðný B. Hauksdóttir mannauðsstjóri, Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls, Elísabet Sveinsdóttir launafulltrúi, Hólmgrímur Elís Bragason sérfræðingur í mannauðsmálum og Valgerður Vilhelmsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum.

Frétta og viðburðayfirlit