mobile navigation trigger mobile search trigger
05.09.2023

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar fór fram á Egilsstöðum fimmtudaginn 31. ágúst. Í kjölfarið á honum fundaði ríkisstjórnin með fulltrúum sveitarfélaganna á Austurlandi.

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar fór yfir þau málefni sem helst ber á í Fjarðabyggð, eins og atvinnumál, húsnæðismál, samgöngu- og öryggismál.

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands
Ragnar Sigurðsson (D), Þuríður Lillý Sigurðardóttir (F), Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri, Stefán Þór Eysteinsson (L) og Birgir Jónsson forseti bæjarstjórnar (F)

Í máli sínu fór hún yfir kraftinn í atvinnulífinu í Fjarðabyggð og þau miklu útflutningsverðmæti sem þar verða til í fjölmörgum atvinnugreinum. Hún ræddi mikilvægi uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu til að nýta tækifærin og styðja við vöxt og þróun samfélagsins s.s. á sviði samgöngumála, húsnæðismála sem og mennta- og heilbrigðismála.  Þá fjallaði hún um stöðuna í orkuskiptum og sóknarfærin því tengt í sveitarfélaginu.

Að lokum ræddi Jóna Árný öryggismálin og mikilvægi þess að framkvæmdir á ofanflóðavörnum hæfust sem allra fyrst. Umhverfis, - orku- og loftslagsráðherra tilkynnti á fundinum að flýta ætti framkvæmdunum við ofanflóðavarnir á Norðfirði um eitt ár og að þær hefjist árið 2024 í kjölfar útboðs sem færi af stað í haust.

Í kjölfar fundarins héldu ráðherrarnir til Fjarðabyggðar þar sem þeir tóku óformlegan vinnufund, heimsóttu Mjóafjörð og enduðu daginn á Fáskrúðsfirði.

Þetta er í sjötta sinn sem ríkisstjórnin heldur sumarfund sinn utan Reykjavíkur, en áður hefur ríkisstjórnin fundað í Langholti í Snæfellsbæ, í Mývatnssveit, á Hellu, á Suðurnesjum og Ísafirði.

Fleiri myndir:
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands
Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands
Fulltrúar sveitarfélaganna á Austurlandi ásamt ráðherrum
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Bjarni Benediktson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands

Frétta og viðburðayfirlit