mobile navigation trigger mobile search trigger
13.12.2017

Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var haldin fimmtudaginn 23. nóvember s.l. Söngleikurinn Grease varð fyrir valinu að þessu sinni og tóku nánast allir nemendur þátt í sýningunni.

Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var haldinn 23. nóvember

Strangar æfingar og mikill undirbúningur liggja að baki sýningu af þessari stærðargráðu þar sem rúmlega níutíu krakkar, á öllum aldri, þurfa að stilla saman strengi sína.

Nánast allir starfsmenn skólans áttu einhverja aðkomu að sýningunni en hitann og þungan báru Valdimar Másson skólastjóri tónlistarskólans og Elsa Sigrún Elísdóttir kennari á miðstigi sem lögðu á sig mikla vinnu við æfingar og undirbúning. Sýningin þótti takast vel og nemendur lögðu sig fram um að koma sínu hlutverki til skila í undirleik, leik, dansi eða söng.

Að venju var góð mæting á árshátíðina og þrátt fyrir leiðindaveður og færð mættu gestir úr öðrum byggðakjörnum til njóta sýningarinnar. Hafi þátttakendur og áhorfendur bestu þakkir fyrir góða kvöldstund.

Fleiri myndir:
Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Frétta og viðburðayfirlit