mobile navigation trigger mobile search trigger
19.08.2016

Bæjarstjórn fundar á Stöðvarfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar brá undir sig betri fætinum í vikunni og hélt bæjarstjórnarfund á Stöðvarfirði. Hér eru bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra með fagran Stöðvarfjörðinn í baksýn.

Bæjarstjórn fundar á Stöðvarfirði
Frá vinstri Páll Björgvin Guðmundsson, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Svanhvít Yngvadóttir, Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, Valdimar O. Hermannsson, Dýrunn Pála Skaftadóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir. (Ljósm. Gunnar Jónsson)

Fundurinn fór fram í Stöðvarfjarðarskóla og fór býsna vel um fundarmenn. Bæjarstjórn hefur ákveðið að færa fundi sína að hluta til út í einstaka bæjarkjarna í vetur og var fundurinn á Stöðvarfirði sá fyrsti í röðinni.

 

Fleiri myndir:
Bæjarstjórn fundar á Stöðvarfirði
Valdimar í ræðustól og honum á hægri hönd situr Jón Björn. Við bæjartsjórnarborðið (f.v) Elvar, Eydís, Esther Ösp, Svanhvít, Hulda Sigrún og Ragnar. (Ljósm. Gunnar Jónsson)

Frétta og viðburðayfirlit