mobile navigation trigger mobile search trigger
24.03.2020

Bakvarðasveit í velferðarþjónustu

Fjarðabyggð vill hvetja fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveitar velferðarþjónustunnar sem félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga halda utan um. Velferðarþjónustan sinnir þjónustu við viðkvæma hópa og mikilvægt að hún falli ekki niður þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir.

Bakvarðasveit í velferðarþjónustu

Í bakvarðasveitina er  óskað sérstaklega eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa, börn með sértækar stuðningsþarfir, barnavernd og fjárhagsaðstoð. Reynsla af störfum í velferðarþjónustu er kostur en ekki skilyrði. Hæfniskröfur taka mið af viðkomandi starfi.

Það er mikilvægt fyrir Fjarðabyggð, og Austurland allt að hafa fólk af svæðinu á listanum til þess að auðvelda mönnunn starfa, þegar og ef til þess kemur. 

Hægt er að skrá sig í bakvarðasveitina á vef Sambands Íslenskra sveitarfélaga með því að smella hér.

HSA hefur einnig opnað fyrir skráningar í bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunnar Austurlands. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.

Frétta og viðburðayfirlit