mobile navigation trigger mobile search trigger
03.04.2020

Bílabío á Eskifirði

Menningarstofa Fjarðabyggðar og Vinir Valhallar ætla að bjóða upp á bílabíó á Eskifirði á föstudag og laugardag. Myndum verður varpað á veggin á húsi Laxa við Strandgötu á Eskifirði.

Bílabío á Eskifirði

Sýningarnar er gjaldfrjáls svo allir geti notið en hægt verður að láta gott af sér leiða og styðja við starf Rauða krossins á Eskifirði með frjálsum framlögum:

Á föstudagskvöldið kl. 21:00 verður sýnd myndin Nýtt líf eftir Þráin Bertelsson en myndin er fyrir löngu orðin að klassík í íslenskri kvikmyndasögu.

Á laugardagkvöldið kl. 21:00 verður sýnd myndin Hvítur, hvítur dagur, eftir Hlyn Pálmason sem farið hefur sigurför á kvikmyndahátíðum um heiminn undanfarið ár og er tilnefnd til Eddu verðlauna sem besta íslenska kvikmyndin 2019.

Athugið að það verður hvorki salernisaðstaða né sala á veitingum á staðnum. Þetta er gert til að koma í veg fyrir samskipta- og snertifleti manna á milli. Fólk er beðið um að virða náungann og halda sig í sínum bílum á meðan á viðburði stendur og fara eftir þeim reglum og viðmiðum sem almennt eru settar af hálfu Heilbrigðisráðuneytis og Almannavarna. Einnig er mælst til að það séu einungis fjölskyldur saman í bíl og að fólk sýni aðgát í alla staði í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu nú um stundir.

Frétta og viðburðayfirlit