mobile navigation trigger mobile search trigger
04.04.2017

Birgir Jónsson ráðinn skólastjóri Grunnskóla Eskifjarðar

Birgi Jónsson upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar hefur verið ráðinn skólastjóri Grunnskóla Eskifjarðar.

Birgir var valinn úr hópi fimm umsækjenda.

Birgir Jónsson ráðinn skólastjóri Grunnskóla Eskifjarðar

Birgir er 32 ára sagnfræðingur að mennt auk þess sem hann hefur lokið námi til kennsluréttinda og 80 einingum til meistaragráðu í stjórnun menntastofnana.

Birgir var ráðinn til Fjarðabyggðar um síðustu áramót sem upplýsingafulltrúi en starfaði á árunum 2014 til 2016 sem sviðsstjóri félags- og hugvísindasviðs Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

Frétta og viðburðayfirlit