mobile navigation trigger mobile search trigger
31.07.2020

Breytingar á starfsemi safna og almenningssamgangna í Fjarðabyggð - uppfært 4. ágúst

Fjöldatakmarkanir á söfnum Fjarðabyggðar og grímuskylda í Strætisvögnum Austurlands. Safnahúsið í Neskaupstað lokar um óákveðinn tíma frá og með 5. ágúst.

Breytingar á starfsemi safna og almenningssamgangna í Fjarðabyggð - uppfært 4. ágúst

Söfn

Vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við Covid-19 hefur fjöldi gesta á söfnum Fjarðabyggðar verið takmarkaður við 20 gesti að hámarki hverju sinni. Gestir eru beðnir um að virða 2ja metra regluna í hvívetna og sína aðgát á söfnunum.
Þá mun Safnahúsið í Neskaupstað loka um óákveðinn tíma frá og með 5. ágúst.

Almenningssamgöngur

Öllum farþegum í vögnum Strætisvagna Austurlands skylt að bera andlitsgrímur þar sem ekki verður unnt að tryggja 2ja metra fjarlægð milli farþegar í öllum tilfellum. Farþegar bera ábyrgð á því að útvega sér grímur og bera þær. Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímuskyldunni.

Þessar reglur tóku gildi kl. 12:00 í dag föstudaginn 31. júlí.

Beðist er afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en með þessum aðgerðum er verið að sýna ábyrgð og samstöðu á óvissutímum.

Frétta og viðburðayfirlit