mobile navigation trigger mobile search trigger
09.06.2016

Brúargerðinni senn lokið

Unnið var við að malbika nýju brúna yfir Hlíðarendaá á Eskifirði nú síðdegis.

Brúargerðinni senn lokið
Unnið við malbikun á nýju brúnni yfir Hlíðarendaá í dag.

Það hillir því senn undir verklok vegna brúarsmíðarinnar, en framkvæmdin er hluti af ofanflóðavörnum í Hlíðarendaá.

Vegna óhagstæðs árferðis undanfarið misseri seinkaði verklokum fram á sumarbyrjun. Þegar svo ber undir er ánægjulegt, þegar loks sér fyrir endann á verki.

Frétta og viðburðayfirlit