mobile navigation trigger mobile search trigger
29.04.2015

Brugðist skjótt við

Skipuleggjendur tjÖldungs,öldungamóts Blakfélags Íslands, láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir óvilhalla veðurguði. Mótið færist m.a. í Fjarðabyggðarhöllina.

Fjarðarbyggðarhöllin á Reyðarfirði
Fjarðabyggðarhöllin á Reyðarfirði.

Stærsta tjaldið á móptinu, sem fara átti fram í Neskaupstað um helgina, fauk út í veður og vind í gær. Skipuleggjendur tjÖldungs, eins og mótið hefur verið nefnt með vísan í hlutverk sérútbúinna keppnistjalda, láta þó engan bilbug á sér finna.

Á vefsíðu mótsins segir að í ljósi þeirrar óvæntu atburðarásar sem hófst með tjaldfokinu í gær, hafi plan C verið virkjað. Í því felst að mótið færist á þrjá aðra staði af knattspyrnuvellinum í Neskaupstað, þar sem upphaflega stóð til að reisa þrjú keppnistjöld.

Nýju mótsstaðirnir eru íþróttahúsið í Neskaupstað, þar sem keppt verður á þremur völlum, íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði, þar sem einnig verður keppt á þremur völlum og síðast en ekki síst Fjarðabyggðarhöllin, þar sem keppt verður í tveimur tjöldum.

Sjá nánar á bli.is

Frétta og viðburðayfirlit