mobile navigation trigger mobile search trigger
16.11.2023

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag. En honum er fagnað víðsvegar um landið og þar á meðal í Nesskóla, Neskaupstað. Dagurinn er einnig upphaf stóru upplestrarkeppninnar sem 7. bekkur Nesskóla tekur þátt í. 

Dagur íslenskrar tungu
Nemendur á sal í Nesskóla

Viðamikil dagskrá var í Nesskóla þar sem Óskar Ágúst kennari á unglingastigi var með kynningu á degi íslenskrar tungu sem og upplestrarkepninni.

Nemendur grunnskólans fræddu samnemendur sína um líf og störf Jónasar Hallgrímssonar, lesin voru ljóð eftir hann og stuttir kaflar úr sögum eftir hann lesin upp.

Einnig vorur flutt voru tónlistaratriði af nemendum og kennurum. Lögin Kvöldsigling, eftir Gísla Helgason og Krummi svaf í klettagjá voru sungin.

Að lokum spilaði tónmenntakennarinn Noemi Alföldi undir á píanó og sungu nemendur og starfsfólk lagið ,,Á Íslandi má alltaf finna svar".

Fleiri myndir:
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu

Frétta og viðburðayfirlit