mobile navigation trigger mobile search trigger
01.02.2017

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

1. febrúar ár hvert er dagur kvenfélagskonunnar. Ástæðan fyrir dagsetningunni er sú að Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þennan dag árið 1930. 

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

Árið 2010 var dagurinn síðan formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar til þess að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár. Dagurinn er að festast í sessi og má benda á kveðjur sem hafa verið lesnar á RÚV kvenfélagskonum til heiðurs síðustu daga.

Í tilefni af þessu má minnast á að Kvenfélag Reyðarfjarðar hélt upp á 100 ára afmæli sitt seint á síðasta ári og hefur því verið hluti af sögu kvenfélaganna um langa hríð. Hægt er að sjá félög í Fjarðabyggð hér.

Frétta og viðburðayfirlit