mobile navigation trigger mobile search trigger
08.02.2017

Dagur leikskólans var á mánudaginn

Mikið var um að vera í leikskólum sveitarfélagsins á degi leikskólans sem haldinn var hátíðlegur á mánudag.

Dagur leikskólans var á mánudaginn
Nemendur í Kærabæ að læra stafina

Á Stöðvarfirði var opið hús fyrir hádegi. Þónokkuð af fólki kom við og kynnti sér starf leikskólans. Á opna húsinu var sýning á verkefnum nemenda og myndasýning úr leikskólanum í gegnum árin. Voru grunnskólanemendur sem litu við einstaklega áhugasamir um myndasýninguna þar sem þeir sáu sjálfa sig á leikskólaaldri.

Á Fáskrúðsfirði var einnig mikið um að vera. Nemendur höfðu farið með listaverk og hengt upp á vinnustöðum bæjarins, t.d. skrifstofum Loðnuvinnslunnar og í Kjörbúðinni. Eftir hádegi voru nemendur á fullu í störfum sínum, þeir yngri að fara út að leika og þeir eldri voru að læra stafina í gegnum leik.

Á Reyðarfirði var sólarpönnukökukaffi fyrir eldri borgara en auk þess höfðu nemendur hengt upp listaverk, t.d. í Molanum. Þar verður hægt að skoða þau næstu daga. Nemendur höfðu það notalegt og eftir sólarpönnukökurnar voru nemendur við fjölbreyttan leik á deildum sínum.

Á Eskifirði voru hengd upp listaverk eins og á öðrum stöðum. Farið var með listaverk á áberandi staði í bænum, m.a. á lögreglustöðina og í Hulduhlíð.

Í Neskaupstað voru líka hengd upp listaverk á fjölförnum stöðum, á pósthúsinu, sundlauginni, Nesbakka og kaffihúsinu.

Deginum var ætlað að vekja athygli á hinu góða starfi sem fer fram í leikskólanum sem hann gerði svo sannarlega. Allir eru hvattir til þess að skoða myndasýningarnar.

Fleiri myndir:
Dagur leikskólans var á mánudaginn
Nemendur í Dalborg við myndir sínar í Hulduhlíð
Dagur leikskólans var á mánudaginn
Nemendur á Eyrarvöllum hengdu upp myndir á ýmsa staði í bænum
Dagur leikskólans var á mánudaginn
Nemendur úr Lyngholti hengdu upp myndir af sólinni í Molanum
Dagur leikskólans var á mánudaginn
Í Lyngholti voru nemendur við leik eftir pönnukökukaffið
Dagur leikskólans var á mánudaginn
Vel var mætt á opið hús í Stöðvarfjarðarskóla
Dagur leikskólans var á mánudaginn
Gestir í Stöðvarfjarðarskóla voru á öllum aldri
Dagur leikskólans var á mánudaginn
Hús og fjölskyldur nemenda í Kærabæ

Frétta og viðburðayfirlit