mobile navigation trigger mobile search trigger
17.02.2020

Dansnámskeið í Fjarðabyggð

Hefur þú gaman að því að dansa? Ertu reyndur dansari eða langar þig fyrst og fremst til að skemmta þér? Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar standa fyrir dansnámsnámskeiði í litla sal Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar frá 24. febrúar til 1. apríl.

Dansnámskeið í Fjarðabyggð

Í danstímum hjá Varvöru Voronin lærir þú nokkra mismunandi dansstíla og dansar við allskonar tónlist. Kennt verður tvisvar í viku, á mánudgögum og miðvikudögum samtals 12 skipti.

Kostnaður er 7500 kr. en kennt verður í þremur aldurshópum. Í boði eru 15 pláss í hvert námskeið.

Námskeiðin verða aldursskipt og eru opin öllum í fjórða bekk og eldri. Hópaskiptingin er eftirfarandi:

  • 4.-6. bekkur - Í þessu námskeiði verður fyrst og fremst lagt áherslu á nútímadans og djass, ásamt liðleika og sköpun í dansi.
  • 7.-10. bekkur - Í þessu námskeiði verður fyrst og fremst lagt áherlu á nútímadans og djass, ásamt styrkleikaæfingum og liðleika.
  • 16- 99 ára - Í þessu námskeiði verður fyrst og fremst lagt áherlu á grunnþjálfun í ballet, ásamt liðleika og fínhreifingum.

Skráningarform:

Skráning í 4. – 10. bekk

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd417LyfbAwpR2lKY1aOoW4ljky10vygGs2CdfUIdTnH3HJ9Q/viewform?usp=sf_link

Skráning á grunnþjálfun í ballet 16-99 ára

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdG_DLYSmVZliRXBo6TevhuspvkEYtxKzkdvHFC_gMLyRTyCw/viewform?usp=sf_link

Í lok hvers námskeiðs fá allir þátttakendur styrk að andvirði 50% af skólagjöldum hjá

dansskólanum Dance Master Class sem er staðsettur í bænum Urbania á Ítalíu.

Frétta og viðburðayfirlit