mobile navigation trigger mobile search trigger
28.10.2016

Dekkjakurl fjarlægt af sparkvöllum

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti í sumar að láta fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum í sveitarfélaginu. Í vikunni hafa starfsmenn á vegum fyrirtækisins Altis unnið við að fjarlægja dekkjakurlið, þeir byrjuðu á Stöðvarfirði og munu enda á Norðfirði.

Dekkjakurl fjarlægt af sparkvöllum

Framkvæmdinni er þannig háttað að fjarlægt er hið umdeilda svarta dekkjagúmmí af öllum sparkvöllunum fimm í Fjarðabyggð. Auk þess er sett grátt EPDM gúmmí í sparkvellina á Stöðvarfirði og Reyðarfirði en þar var gervigrasið í mjög góðu ásigkomulagi og ekki þótti ástæða til að skipta út grasinu. Fyrir liggur, í ósamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2017, að sett verði fjármagn í að skipta um gervigrasið á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, auk þess sem byggður verði nýr sparkvöllur á Norðfirði við Nesskóla.

Frétta og viðburðayfirlit