mobile navigation trigger mobile search trigger
26.10.2020

Bátur sökk í höfninni á Stöðvarfirði

Í gærmorgun bárust fréttir af því að togbáturinn Drangur ÁR-307 væri að sökkva við höfnina á Stöðvarfirði. Viðbragðsaðilar brugðust skjótt við og voru mætti á staðinn skömmu síðar.

Bátur sökk í höfninni á Stöðvarfirði

Vinna viðbragðsaðila í gær fólst fyrst og fremst í því að koma í veg fyrir að olía úr skipinu ylli umhverfistjóni og gekk það vel, en talsvert magn af olíu var í tönkum skipsins. Settar voru upp menungarvarnargirðingar til að taka þá olíu sem lak úr tönkum skipsins og koma í veg fyrir að hún bærist út á fjörð. Um kvöldmatarleytið tókst síðan að loka fyrir olíulekan og ganga þannig frá skipinu að enginn hætta er á því að það reki frá bryggjunni.

Í vikunni verður síðan unnið að því að ná skipinu upp og vinnur tryggingafélag útgerðar skipsins að því í samvinnu við verktaka og starfsmenn Fjarðabyggðarhafna.

Landhelgisgæslan, Slökkvilið Fjarðabyggðar, björgunarsveitir og starfsmenn Fjarðabyggðarhafna unnu að björguninni í gær og er þessum aðilum færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

Frétta og viðburðayfirlit