mobile navigation trigger mobile search trigger
19.10.2020

Ekki lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Breiðdal

Eins og tilkynnt var á föstudag voru greindust vísbendingar um kóligerlamengun í vatnsveitunni í Breiðdal. Strax var hafist handa við að greina orsök mengunarinnar og endurheimta vatnsgæði í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Tekin voru fleiri sýni um helgina og hefur greining á þeim nú leitt í ljós að ekki er um kólígerlamengunn að ræða. Ekki þarf því lengur að sjóða neysluvatn í Breiðdal.

Ekki lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Breiðdal

Frétta og viðburðayfirlit