mobile navigation trigger mobile search trigger
22.06.2015

Endurfjármögnun Fjarðabyggðarhallarinnar

Fjarðabyggð hefur lokið við endurfjármögnun á fasteignaleigusamningum m.a. vegna Fjarðabyggðarhallarinnar. Með því sparast allt að 3,5 millj. kr. á ári með lægri vaxtakostnaði.

Endurfjármögnun Fjarðabyggðarhallarinnar

Bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hefur stefnt að því, á undanförnum árum, að vinda ofan af leigusamningum vegna fasteigna sem gerðir voru á árunum 2006 til 2008. Leigusamningar vegna Sundlaugarinnar á Eskifirði, Slökkvistöðvarinnar að Hrauni og Líkamsræktarstöðvarinnar á Reyðarfirði hafa þegar verið endurfjármagnaðir og nú nýlega samþykkti bæjarstjórn endurfjármögnun á Fjarðabyggðarhöllinni.  Þar með hefur Fjarðabyggð leyst til sín allar eignir sem féllu undir fasteignaleigusamninga hjá sveitarfélaginu.

Kaupverð Fjarðabyggðarhallarinnar er um 760 milljónir króna. Fjarðabyggðahöllin var þegar skráð sem eign í efnahagsreikningi Fjarðabyggðar en líka sem skuld undir langtímaleigusamningar.   Leigusamningurinn gilti til ársins 2031. Við að kaupa eignin formlega og greiða upp leigusamninginn breytist ekkert í efnahagsreikningi Fjarðabyggðar.  Vegna aðstæðna í dag á fjármagnsmarkaði er það mat bæjarstjórnar að hagkvæmara sé að greiða upp leigusamninginn og endurfjármagna höllina  með lánum til langstíma með lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga og Íslandsbanka.  Samhliða þessu færist allt forræði yfir Fjarðabyggðahöllinni til Fjarðabyggðar og mun það einfalda rekstur hallarinnar til langs tíma.

Hagræði Fjarðabyggðar vegna þessa er metið um 3,5 milljónir króna á ári vegna lægri fjármögnunarkostnaðar sem og að ekki þarf að leigja höllina áfram með nýjum samningi eftir árið 2031 eða kaupa hana þá.  Umræddar aðgerðir hafa engin áhrif á stöðu Fjarðabyggðar önnur en að lækka fjármagnskostnað sveitarfélagsins til framtíðar litið.

Frétta og viðburðayfirlit