mobile navigation trigger mobile search trigger
06.07.2016

Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Odddsskarði og kaup á nýjum troðara

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti þann 9. júní sl. að endurnýja samning við Austurríki ehf. um áframhaldandi rekstur skíðasvæðisins í Oddskarði. Mikil ánægja var með síðustu skíðavertíð og mikill vilji var hjá báðum aðilum til að halda samstarfinu áfram. Samningur þessi nær út skíðavertíðina 2020.

 

Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Odddsskarði og kaup á nýjum troðara
Frá undirritun samnings um rekstur skíðasvæðisins. Frá vinstri Bjarki Ármann Oddsson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Marvin Ómarsson frá Austurríki, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Ómar Skarphéðinsson frá Austurríki.

Skíða- og brettafólk í Fjarðabyggð hefur einnig fleiri ástæður til að gleðjast en samþykkt var einnig á sama fundi að kaupa nýjan snjótroðara fyrir skíðasvæðið. Snjótroðarinn er af tegundunni PistenBully 600 en sú tegund þykir ein sú allra besta á markaðnum. Afhending snjótroðarans fer fram í janúar 2017.

 

Frétta og viðburðayfirlit