mobile navigation trigger mobile search trigger
10.09.2023

Euroskills 2023

Það er gaman að segja frá því að fyrrum nemendur úr grunnskólum Fjarðabyggðar, þau Hlynur Karlsson, Írena Fönn Clemensen og Patryk Slota, keppptu í Gdansk í Póllandi á Euroskills 2023. Keppa þau í rafeindavirkjun, háriðn og rafvirkjun.

Euroskills 2023

Útskrifuðust þau úr Nesskóla og Eskifjarðaskóla og héldu svo í VA sem er framhaldskólinn okkar í heimabyggð. Erum við virkilega stolt og ánægð með þeirra frammistöðu fyrir hönd Íslands. 

Í keppninni, sem stóð yfir í þrjá daga,  fór fram dagana 6.-8. september, náðu þau öll frábærum árangri. Patryk lenti í 13. sæti í rafvirkjun, Írena í 9. sæti í hárgreiðslu og Hlynur í 8. sæti í rafeindavirkjun. Írena hlaut viðurkenninguna Medallion for Excellence en hana hlutu keppendur sem náðu góðum árangri í sinni grein. 

Írena Fönn Clemensen

 

Hlynur Karlsson

Hlynur Karlsson, Írena Fönn Clemensen og Patryk Slota á Keflavíkurflugvelli á leið til Gdansk þar sem keppnin fer fram.

Frétta og viðburðayfirlit