mobile navigation trigger mobile search trigger
01.07.2015

Farvegur Hlíðarendaár breikkar og dýpkar

Farmkvæmdum vegna ofanflóðavarna á Eskifirði miðar vel áfram. Yfirborðsfrágangur er hafinn við Bleiksá og hefjast framkvæmdir vegna Hlíðarendaár í byrjun næstu viku.

Farvegur Hlíðarendaár breikkar og dýpkar

Farvegur Hlíðarendaár verður dýpkaður og breikkaður, auk þess sem lega hans breytist að hluta. Jarðvegur sem losnar um verður nýttur í snúningssvæði, sem verið er að útbúa fyrir almenningssamgöngur neðan Strandgötu.

Á meðan á framkvæmdum stendur má gera ráð fyrir að umferð stórra ökutækja aukist og eru vegfarendur um svæðið og íbúar beðnir um að hafa varann á sér vegna þess. Áætluð verklok eru 30. nóvember 2015. Verklok vegna Bleiksár eru jafnframt á áætlun þann 15. ágúst nk. 

Teikningar vegna framkvæmdanna:

Ofanflóðavarnir Eskifjörður yfirlitsmynd.pdf

Snúningsplan Strandgötu Eskifirði.pdf

Frétta og viðburðayfirlit