mobile navigation trigger mobile search trigger
05.09.2015

Félagsmálanefnd falinn undirbúningur

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar áréttaði á síðasta fundi sínum, að sveitarfélagið er tilbúið að taka á móti flóttamönnum. Hefur félagsmálanefnd verið falið að fjalla um málið og greina innviði að þessu leyti. 

Félagsmálanefnd falinn undirbúningur

Bæjarstjórn tók málið upp í framhaldi af umfjöllun bæjarráðs sl. mánudag og var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

„Bæjarstjórn Fjarðabyggðar áréttar fyrri stefnu sveitarfélagsins, að það er tilbúið til að taka á móti flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld. Þá tekur bæjarstjórn undir með bæjarráði að félagsmálanefnd verði falið að taka umræðu og greina innviði samfélagsins hér til undirbúnings verkefninu.“

Í viðtali Austurfréttar við Jón Björn Hákonarson, forseta bæjarstjórnar, vegna málsins kemur m.a. fram að stefna Fjarðabyggðar sé óbreytt. Sveitarfélagið sé reiðbúið líkt og áður að taka á móti flóttafólki. Sveitarfélagið ætti að taka á móti eins mörgum flóttamönnum og unnt er, að því gefnu að tryggja megi því fólki gott líf. Það sé að hans mati siðferðisleg skylda allra.

Fjarðabyggð tók síðast á móti flóttfólki árið 1999, þegar tekið var á móti um 25 Kosovó-Albönum.

 

Frétta og viðburðayfirlit