mobile navigation trigger mobile search trigger
14.03.2020

Fjarðabyggð hlýtur Jafnlaunavottun

Fjarðabyggð hefur nú hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðli. Vottunin er unnin í samvinnu við iCert vottunarstofu og staðfestir hún að markvisst er unnið gegn kynbundnum launamun hjá Fjarðabyggð.

Fjarðabyggð hlýtur Jafnlaunavottun

Fjarðabyggð er stolt af því að hafa nú fengið faggilta vottun á jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012. Vottunin er unnin í samvinnu við iCert vottunarstofu og staðfestir vottunin að markvisst er unnið gegn kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu og þannig stuðlað að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 

Jafnlaunagreining var einnig unnin í samvinnu við PwC en niðurstöður hennar sýna að óútskýrður launamunur af heildarlaunum er 1,4%, og er sá munur konum í vil. Markmið Fjarðabyggðar er að óútskýrður launamunur verði aldrei meiri en 3,5%  og sé ávallt sem næst 0%

 

Fjarðabyggð mun halda áfram að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla og vinna áfram að umbótum á þessu sviði. Mikil áhersla er lögð á að jafnlaunakerfið Fjarðabyggðar tryggi gegnsæi í launaákvörðunum, að ákvarðanir fylgi kjarasamningum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Fleiri myndir:
Fjarðabyggð hlýtur Jafnlaunavottun

Frétta og viðburðayfirlit