mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2018

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað etja kappi í Lífshlaupinu 2018

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefst miðvikudaginn 31. janúar og stendur til 20. febrúar.  Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað etja kappi í Lífshlaupinu 2018
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hittust á dögunum og það ver greinilega kominn mikill keppnishugur í þá!

Starfsmenn á skrifstofum Fjarðabyggðar ætla að taka virkan þátt í Lífshlaupinu í ár eins og þeir hafa gert undanfarinn ár. Að þessu sinni verður hinsvegar ekki keppt innbyrðis meðal starfsfólks skrifstofunar heldur var ákveðið að keppa við starfsmenn á skrifstofum Fljótsdalshéraðs og kanna hvor vinnustaðurinn hefði betur.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skrá sig til leiks í Lífshlaupinu en hægt er að fá allar nánari upplýsingar um það inná www.lifshlaupid.is

 

Frétta og viðburðayfirlit