mobile navigation trigger mobile search trigger
16.07.2021

Fjölgun tjaldsvæða í Fjarðabyggð

Veðrið hefur leikið við íbúa Fjarðabyggðar að undanförnu og tjaldsvæðin í Fjarðabyggð hafa meira og minna verið full núna í sumar. Því hefur nú verið brugðist við með því að taka í notkun auka svæði á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað.

Fjölgun tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Tjaldsvæðin í Fjarðabyggð hefa verið vinsæl að undanförnu

Á Fáskrúðsfirði hefur verið bætt við svæði við smábátahöfnina, neðan við Café Sumarlínu.

Á Reyðarfirði hefur verið tekið í notkun svæði við hlið núverandi tjaldsvæðis, hinu meginn við

Í Neskaupstað  hefur verið opnað á svæði við Bakkaveg (ofan Sólbakka) þar sem tjaldsvæði hefur verið í tengslum við Eistnaflug.

Athugið að á öllum þessum svæðum er salernisaðstaða, en ekkert rafmagn.

Fleiri myndir:
Fjölgun tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Nýtt svæði í Neskaupstað
Fjölgun tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Nýtt svæði á Reyðarfirði
Fjölgun tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Nýtt svæði á Fáskrúðsfirði

Frétta og viðburðayfirlit