mobile navigation trigger mobile search trigger
17.12.2019

Fjölmenni á íbúafundi á Reyðarfirði

Um 130 manns sóttu íbúafund sem haldinn var á Reyðarfirði í gær um málefni Rafveitu Reyðarfjarðar og uppbyggingu innviða á Reyðarfirði.

Fjölmenni á íbúafundi á Reyðarfirði
Um 130 manns sóttu íbúafund á Reyðarfirði í gær um málefni Rafveitu Reyðarfjarðar

Eins sagt hefur verið frá liggja fyrir bæjarstjórn Fjarðabyggðar kaupsamningar frá RARIK ohf. að fjárhæð 440 m.kr. um sölu á dreifikerfi og spennistöðvum Rafveitu Reyðarfjarðar auk búnaðar og tækja sem fylgja eiga. Einnig kaupsamningur að fjárhæð 130 m.kr. við Orkusöluna um sölu á raforkuviðskiptum Rafveitu Reyðarfjarðar, yfirtöku á samningum við Landsvirkjun ásamt rafstöð og stíflu.

Á fundinum fór Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðbyggðar, yfir stöðu Rafveitu Reyðarfjarðar og þá samninga sem fyrirliggja um kaup á Rafveitunni. Glærur úr fyrirlestri Snorra má finna hér: Rafveita Reyðarfjarðar 16-12-2019 - Glærur úr fyrirlestri Snorra Styrkárssonar

Að því loknu fjallaði Eydís Ásbjörnsdóttir um þá möguleika sem hugsanlega gætu opnast við innviða uppbyggingu á Reyðarfirði ef að sölu Rafveitunar verður.

Að erindi hennar loknu var opnað fyrir spurningar úr sal og fyrir svörum sat bæjarráð Fjarðabyggðar, ásamt fomanni Eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar, fjármálastjóra Fjarðabyggðar og bæjarstjóra. Fram komu afar málefnalegar og góðar spurningar, og sköpuðust afar gagnlegar umræður.

Frétta og viðburðayfirlit