mobile navigation trigger mobile search trigger
21.08.2017

Fjölmenni við opnun Norðfjarðarflugvallar

Mikið var um dýrðir þegar Norðfjarðarflugvöllur var opnaður á ný í gær eftir gagngerar endurbætur. Mikil fjöldi fólks lagði leið sína á flugvöllinn í tilefni dagsins.

Fjölmenni við opnun Norðfjarðarflugvallar
Fulltrúar þeirra sem stóðu að verkinu klippa á borðan. Frá vinstri: Jón Björn Hákonarsson forseti Bæjarstjórnar, Eydís Ásbjörnsdóttir bæjarráði Fjarðabyggðar, Axel Ísaksson frá Síldarvinnslunni, Magnús Jóhannsson frá SÚN, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jón Gunnarsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs, Magnea Ingólfsdóttir frá Isavia, og Viðar Hauksson frá Héraðsverki. Mynd: Gunnar Gunnarsson

Að loknum stuttum ræðuhöldum voru það svo fulltrúar þeirra sem stóðu að verkinu sem klipptu á borða ásamt Jóni Gunnarssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Hátt í 400 manns mættu á staðinn til að njóta dagsins í góða veðrinu í gær. Eftir að formlegri opnun lauk lék listflugmaðurinn Snorri B. Jónsson listir sýnar í háloftunum á Sovéskri listflugvél sinni. Hægt var að skoða sjúkraflugvél Mýflugs ásamt öðrum minni flugvélum sem voru á staðnum auk þess sem viðstöddum boðið að fara í stutt útsýnisflug um Norðfjörð og nýtti fjöldi manns sér það tækifæri og naut útsýnisins yfir Norðfjörð í blíðskaparveðri.

Fjöldi flugvéla mætti á svæðið og þyrla landhelgisgæslunnar lét einnig sjá sig. Starfsmenn í flugturninum á Norðfjarðarflugvelli höfðu á orði að sennilega hefði aldrei verið eins mikið að gera á flugvellinum eins og þennan dag.

Fjarðabyggð vill færa öllum þeim sem komu að því að gera þennan dag ógleymanlegan bestu þakkir.  

Fleiri myndir:
Fjölmenni við opnun Norðfjarðarflugvallar
Um 400 manns mættu á Norðfjarðarflugvöll í gær. Mynd Gunnar Gunnarsson.
Fjölmenni við opnun Norðfjarðarflugvallar
Hægt var að skoða flugvélar sem komu á staðinn í tilefni dagsins

Frétta og viðburðayfirlit