mobile navigation trigger mobile search trigger
20.09.2015

Fjölmennt á afmælishátíð rafveitunnar

Rafveita Reyðarfjarðar fagnaði 85 ára starfsafmæli sínu í gær. Auk þes sem boðið var í alvöru grillveislu að hætti rafveitunnar, var nýja göngubrúin yfir Búðarárstíflu tekin formlega í notkun. Hér má sjá þegar klippt var á borðann í samstilltu átaki.

Fjölmennt á afmælishátíð rafveitunnar
Samtaka nú. Fulltrúar þeirra sem lögðu brúargerð rafveitunnar lið klippa samhentir á borðann.

Skærin munduðu ásamt Sigfúsi Guðlaugssyni, rafveitustjóra, fulltrúar þeirra sem lögðu rafveitunni lið við brúargerðina eða þeir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Ragnar Bjarni Jónsson, verkefnastjóri hjá Landsneti, Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Til sitt hvorrar hliðar má svo sjá Guðlaug og Ingu Rún Sigfúsarbörn, halda borðanum uppi.

Að þessari skemmtilegu vígsluathöfn lokinni beið afmælisgesta grillveisla, sem fór fram vð rafstöðvarhús og björgunarsveitarmenn úr Ársól stýrðu af mikilli list. Fjöldi manns sótti í tilefni dagsins rafveituna heim, sem er með þeim elstu sem eru starfandi á landinu og ber aldurinn óneitanlega afar vel. 

Fleiri myndir:
Fjölmennt á afmælishátíð rafveitunnar
Páll Björgvin, bæjarstjóri og Sigfús „Róri“ rafveitustjóri.
Fjölmennt á afmælishátíð rafveitunnar
Björgunarsveitin Ársól sá um grillveisluna.
Fjölmennt á afmælishátíð rafveitunnar
Fjöldi manns sótti rafveituna heim í tilefni dagsins.
Fjölmennt á afmælishátíð rafveitunnar
Nýja göngubrúin tengir skemmtilega saman vinsæl útvistarsvæði austan og vestan megin Búðarár.

Frétta og viðburðayfirlit