mobile navigation trigger mobile search trigger
10.02.2017

Fjölnota í febrúar

Í tilefni af viðburðinum Fjölnota í febrúar vekur Fjarðabyggð athygli á notkun plasts og skaðsemi þess fyrir náttúruna.

Fjölnota í febrúar

Í vikunni fjölluðu fjölmiðlar um gáshnall sem synti á land í Noregi. Þegar hann var aflífaður kom í ljós að hann hafði innbyrt meira en þrjátíu plastpoka. Í tilefni af því birti Náttúrustofa Austurlands myndir af hnýðingi sem rak á fjöru í Fáskrúðsfirði á 9. áratug síðustu aldar. Höfðu tveir innkaupapokar stíflað meltingarveg hans. 

Fjarðabyggð hvetur til þess að dregið sé úr burðarplastpokum og að íbúar noti frekar margnota burðarpoka sem fást hjá ýmsum þjónustuaðilum í sveitarfélaginu t.d. Krónunni, Kjörbúðinni, Nesbakka og Byko. Einnig býður Pokastöðin Norðfirði upp á margnota poka í verslunum í Neskaupstað. Þetta eru taupokar sem saumaðir eru af Pokastöðinni úr notuðum fötum og viðskiptavinir geta fengið að láni.  

Frétta og viðburðayfirlit