mobile navigation trigger mobile search trigger
28.12.2016

Fjórðungsglíma Austurlands - Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2016.

Tuttugu og fimm keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna.

Fjórðungsglíma Austurlands - Aðalsteinsbikarinn
Frá vinstri Kristey Bríet Baldursdóttir, Þórður Páll Ólafsson, Kjartan Mar Garski Ketilsson, Nikólína Bóel Ólafsdóttir, Bylgja Rún Ólafsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.

Eftirtaldir keppendur stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu Aðalsteinsbikarnum árið 2016.

Konur – Bylgja Rún Ólafsdóttir

Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Stelpur 10-12 ára – Kristey Bríet Baldursdóttir

Strákar 10- 12 ára – Þórður Páll Ólafsson

Meyjar 13-15 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir

Piltar 13-15 ára – Kjartan Mar Garski Ketilsson

Fleiri myndir:
Fjórðungsglíma Austurlands - Aðalsteinsbikarinn
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Aðalheiður Vilbergsdóttir formaður Ungmennafélagsins Vals

Frétta og viðburðayfirlit