mobile navigation trigger mobile search trigger
07.07.2020

Fornleifarannsóknir við Stöð í Stöðvarfirði

Undanfarin ár hafa farið fram viðamiklar fornleifarannsóknir við bæinn Stöð í Stöðvarfirði. Hópur fornleifafræðinga undir stjórn Dr. Bjarna F. Einarssonar hefur unnið að því undanfarin ár að rannsaka svæðið og þar hefur eitt og annað forvitnilegt komið í ljós.

Fornleifarannsóknir við Stöð í Stöðvarfirði

Í Stöð hafa nú fundist rústir tveggja bygginga. Annarsvegar skáli sem talinn er vera frá þeim tíma sem hingað til hefur verið talið að landnám hafi hafist á Íslandi. Í þeim rústum hefur fundist talsvert magn af perlum og gangsilfri og bendir það til þess að þarna hafi verið um höfðingjabústað að ræða.

Undir þessum skála hafa síðan fundist annar stærri skáli, og það sem merkilegra er, virðast hann vera mun eldri. Kenning Dr. Bjarna er að þarna sé um að ræða skála veiðimanna, sennilega frá Noregi, sem höfðust við í Stöð hluta úr ári og stunduðu veiðar. Því virðist þarna vera fundin vísbending um það menn hafi haft í það minnsta einhverja viðkomu á Íslandi, og þekkingu um landið, fyrir þann tíma sem hingað til hefur verið talið að eiginlegt landnám hafi hafist.

Á vefnum www.austurland.is má finna grein eftir Björgvin Val Guðmundsson um fornleifarannsóknirnar á Stöðvarfirði.

Fleiri myndir:
Fornleifarannsóknir við Stöð í Stöðvarfirði

Frétta og viðburðayfirlit