mobile navigation trigger mobile search trigger
11.02.2021

Forstöðumaður og verkefnastjóri ráðin til starfa við rannsóknarsetur HÍ á Breiðdalsvík

Tobias Björn Weisenberger hefur verið ráðinn forstöðumaður nýstofnaðs rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Þá hefur María Helga Guðmundsdóttir verið ráðinn verkefnisstjóri við setrið.

Forstöðumaður og verkefnastjóri ráðin til starfa við rannsóknarsetur HÍ á Breiðdalsvík

Rannsóknasetrið á Breiðdalsvík er byggt á grunni starfsemi Breiðdalsseturs ses. og er einkum ætlað að sinna rannsóknum á sviði jarðfræði og málvísinda. Síðastliðið haust undirrituðu Háskóli Íslands og Náttúruvísindastofnun Íslands samstarfssamning um að efla rannsóknir í jarðfræði á Austurlandi og er starf verkefnisstjóra við rannsóknasetrið fjármagnað af báðum aðilum. 

Markmið Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er meðal annars að stuðla að rannsóknum, menntun og leiðbeiningu framhaldsnema víða um land og vera vettvangur samstarfsverkefna háskólans við nærumhverfi og nærsamfélög setranna. Með þeim hætti leggja rannsóknasetrin af mörkum við að efla tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Með tilkomu rannsóknarsetursins á Breiðdalsvík eru rannsóknasetur Háskóla Íslands orðin tíu talsins, auk starfsemi í Vestmannaeyjum.

Frétta og viðburðayfirlit