mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2015

Frá Almannavarnanefnd fjarða

Almannavarnanefnd vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. Full ástæða er til að gera allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir.  Um miðnætti verður hvöss austanátt með mikilli úrkomu og undir morgun er von á mjög hvassri sunnanátt sem gæti nálgast fárviðri.

Frá Almannavarnanefnd fjarða

Fyrirtæki og íbúar eru hvattir til að huga að og festa niður gáma, bretti, fiskkör, sorpílát, trampolín, skjólveggi og allt annað lauslegt á lóðum. Jafnframt að hreinsa frá og fylgjast með niðurföllum.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar, fjardabyggd.is sem og fjölmiðlum.
Fólki er bent á að fylgjast með veðurspám og vakin er athygli á að textaspár eru nákvæmari en myndrit.

Þá er fólk hvatt til að halda sig heima við og vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið.

Allar beiðnir um aðstoð skulu berast til Neyðarlínu 112.

Frétta og viðburðayfirlit