mobile navigation trigger mobile search trigger
24.10.2023

Frakklandsferð 9. bekkjar Nesskóla

Á dögunum héldu nemendur 9. SJG í Nesskóla til Châteauroux í Frakklandi. Er það hluti af Erasmusverkefni sem Nesskóli hefur tekið þátt í síðan haustið 2017. Þá fór fyrsti hópurinn til Eistlands. Þetta er í annað sinn sem heill bekkur fer út fyrir landsteinanna í Evrópuverkefni, en áður höfðu smærri hópar farið.

Frakklandsferð 9. bekkjar Nesskóla
Hópmynd af 9.SJG ásamt krökkunum sem taka þátt í verkefninu í Frakklandi. Myndin er tekin í Loches með einn af kastalanum í baksýn.

Verkefnið með frökkunum heitir “SAVE schools action and voices for the environment” og er hugsað til þess að vekja okkur til umhugsunar um náttúruna og líffverur sem í henni eru. Hægt er að fylgjast með verkefninu á þessari heimasíðu sem er þó á byrjunarstigi en verður klárað í vor þegar verkefninu líkur.

Bekkurinn lagði af stað frá Egilsstöðum föstudaginn 13. október og flogið þaðan til Reykjavíkur, þar sem hópurinn gisti B14 hostel. Stoppað var stutt þar þó, þar sem rúta sótti hópinn klukkan fjögur að morgni til að fara uppá flugvöll. Hópurinn lenti svo í París uppúr hádegi og var þaðan haldið á hótelið.

Var París skoðuð og meðal annars farið í Eiffel turninum, verslunarmiðstöð og að borða. Á sunnudeginum var farið í bílferð um París með leiðsögn og helstu staðir heimsóttir. 

Í Châteauroux tóku kennarar verkefnisins á móti okkur ásamt fjölskyldum sem voru svo yndisleg að taka að sér okkar nemendum. Opnuðu heimili sín fyrir þeim og sinntu þeim eins vel og hægt var. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið erfitt fyrir okkar nemendur þar sem bæði að vera að gista á heimili þar sem þú þekkir engan þá eru frakkar, þá sérstaklega þeir sem búa út fyrir París, ekki sterk í ensku og tala hana nánast ekki neitt. En okkar krakkar stóðu sig eins og hetjur og æfðu sig í að nota internetið sér til stuðnings.

Hópurinn flaug svo aftur heim föstudaginn 20. október og kominn austur daginn eftir.

Hægt er að lesa nánar um ferðina á heimasíðu Nesskóla

Hægt er að skoða Highlights á Instagramreikning skólans til að sjá myndir frá verkefninu.

Frétta og viðburðayfirlit