mobile navigation trigger mobile search trigger
18.01.2021

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði

Á Eskifirði stendur nú yfir vinna við að reka niður staura fyrir nýja bryggju við Frystihús Eskju. Meðan á framkvæmdum stendur getur orðið einhver hljóðmengun frá framkvæmdasvæðinu, á virkum dögum milli 07:00 – 21:00 og um helgar frá 10:00 – 19:00. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið 11. febrúar. Eins er bent á að öll óviðkomandi umferð um vinnusvæðið er óheimil. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði

Frétta og viðburðayfirlit