mobile navigation trigger mobile search trigger
21.03.2024

Framkvæmdir við snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað boðin út

Ríkiskaup hefur nú, fyrir hönd Fjarðabyggðar, auglýst útboð á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagili í Neskaupstað. Stefnt er að framkvæmdir hefjist í lok maí á þessu ári og  áætluð verklok eru 30. október 2029 samkvæmt útboðsgögnum. Frestur til að skila inn útboðsgögnum er 17. apríl. Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. 

Á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu þess efnis í fjárlagafrumvarpi að 600 milljónum króna yrði varið til að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað um eitt ár.

Framkvæmdir við snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað boðin út
Ljósmynd: Landamótun

Uppistaðan í vörnunum er 730 metra langur þvergarður, um 20 metra hár. Í hann þarf um 600.000 rúmmetra af efni. Síðan bætast við tvær keiluraðir með níu keilum í efri röð og ellefu í neðri, sem þurfa um 160.000 rúmmetra.

Frétta og viðburðayfirlit