mobile navigation trigger mobile search trigger
14.04.2020

Fréttir frá Leikskólanum Lyngholti

Eins og áður hefur komið fram hefur orðið talsverð breyting starfsemi leikskólanna í Fjarðabyggð. Í Leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði eru góðviðris dagar nýttir gönguferða og útiveru.

Fréttir frá Leikskólanum Lyngholti
Nemendur í Lundarseli í blíðskaparveðri við smábátahöfnina á Reyðarfirði

Krakkarnir í Lundarseli voru dugleg á dögunum í gönguferðum og fóru meðal annars upp á Stríðsárasafn og niður á smábátahöfn á Reyðarfirði. Þá var einnig farið í fjöruferð og safnað skeljum og steinum. Á leiðinni var tækifærið að sjálfsögðu notað til að telja bangsa í gluggum og njóta góða veðursins.

Á heimasíðu Lyngholts lyngholt.leikskolinn.is má finna mikið af flottum myndum og fleiri fréttir af starfinu í Lyngholti.

Fleiri myndir:
Fréttir frá Leikskólanum Lyngholti
Fréttir frá Leikskólanum Lyngholti

Frétta og viðburðayfirlit