mobile navigation trigger mobile search trigger
17.11.2016

Fundur um deiliskipulag Hlíðarenda

Íbúafundur verður haldinn í Grunnskóla Eskifjarðar um deiliskipulag Hlíðarenda, næstkomandi mánudag kl. 20:00. 

Fundur um deiliskipulag Hlíðarenda

Á fundinum fjallar Valur Sveinsson, skipulags- og byggingafulltrúi Fjarðabyggðar, um hugmyndafræði, vinnslu og ferli deiliskipulagsins og Gunnar Jónsson, formaður stjórnar Sjóminjasafns Austurlands, kynnir framtíðarhugmyndir safnastarfsins.

Að framsögum loknum sitja frummælendur fyrir svörum ásamt Jóni Birni Hákonarsyni, formanni Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, stýrir fundi.

Gert verður stutt hlé eftir framsögur og boðið upp á kaffihressingu.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur deiliskipulagið til meðferðar. Skipulagið fór í almenna kynningu í haust og var athugasemdafestur til 3. nóvember sl. 

Sjá deiliskipulagið

Frétta og viðburðayfirlit