mobile navigation trigger mobile search trigger
24.05.2017

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Skemmtiferðaskipið Boudicca heimsótti Eskifjörð í gær.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Þetta var í fyrsta skipti sem Boudicca kemur á Eskifjörð og var þetta jafnframt fyrsta skemmtiferðaskipakoma sumarsins. Skipið lagðist að bryggju um klukkan 11:30 og voru 606 farþegar um borð og 375 starfsmenn. Hluti farþeganna fór í skipulagðar ferðir með rútu en aðrir gengu um Eskifjörð, settust niður með tölvuna sína á kaffhús, kíktu í búð, á veitingastaði eða á Handverksmarkaðinn í Valhöll. Var fólkið mjög ánægt með Eskifjörð, fannst hann mjög hreinlegur og dásamaði náttúru og umhverfi. 

Skipið lagði úr höfn um kl. 20:00.

Næsta skemmtiferðaskip sem kemur á Eskifjörð heitir Amadea og kemur á hvítasunnudag, 4. júní.

Frekari upplýsingar um skemmtiferðaskipakomur sumarsins má finna hér.

Frétta og viðburðayfirlit