mobile navigation trigger mobile search trigger
10.06.2015

Gjaldfrjáls aðgangur að garðlöndum

Matjurtagarðarnir í Fjarðabyggð eru tilbúnir til notkunar, en afnot  af garðlandi eru íbúum að kostnaðarlausu.

Gjaldfrjáls aðgangur að garðlöndum

Mælst er til þess að hver fjölskylda taki sér ekki stærri ræktunarreit en 50m2 og afmarki vel það svæði sem hún notar.

Staðsetning garðlanda er sú sama og áður:

Norðfjörður: Svæði fyrir ofan Neskbakka.
Eskifjörður: Svæði ofan Dalbrautar og innan spennistöðvar.
Reyðarfjörður: Svæði í Teigagerði á milli kirkjugarðs og starfsmannaþorps.
Fáskrúðsfjörður: Svæði á Kirkjubóli. Stöðvarfjörður: Svæði utan skógræktar, utan við bæinn.

Mikilvægt er að muna að skilja ekki plast eða annan ólífrænan úrgang eftir á svæðinu.

Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrú á anna.kartrin@fjardbyggd.is.

Frétta og viðburðayfirlit