mobile navigation trigger mobile search trigger
10.05.2015

Gengið saman á mæðradeginum

Kongur gengu saman í Neskaupstað í tilefni mæðradagsins. Hér má sjá hluta hópsins, sem taldi um 80 til 90 þátttakendur, en Göngum saman styrktargöngunni í Neskaupstað lauk við Sundlaug Norðfjarðar, en einnig var ganga á Fáskrúðsfirði.

Gengið saman á mæðradeginum

Styrktargangan Göngum saman er hefur haslað sér völl á mæðradaginn á undanförnum árum. Gengið er til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabbameini, bæði með söfnun á frjálsum framlögum og sölu á styrktarvarningi.

Auk þess sem styrktarvörur voru til sölu í afgreiðslu sundlaugarnar, mátti dagana fyrir gönguna nálgast vörurnar í kaffihúsinu Nesbæ ásamt Göngum saman mæðradagsbollunni.

Göngum saman styrktarvörurnar sem eru seldar í ár eru margnota innkaupapokar hannaðir af Sigurborgu Stefánsdóttur og bolir og höfuðklútar hannaðir af Jör.

Göngum saman styrktargangan lagði af stað frá vitanum við Neskaupstað kl. 11:00 í morgun og lauk við Sundlaug Norðfjarðar, eins og áður segir. Sundlaugin opnaði kl. 12:00 og var frítt í sund fyrir þátttakendur göngunnar í tilefni dagsins.

Þá var sérstök kynning á Samfloti eða Float slökunarbúnaði, sem er sérstaklega hannaður fyrir fljótandi slökun í vatni.

Einnig var gengið saman á Fáskrúðsfirði og voru styrktargöngur því á tveimur stöðum í Fjarðabyggð.

Frétta og viðburðayfirlit