mobile navigation trigger mobile search trigger
22.04.2020

Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra

Fjarðabyggð sendir öllum starfsmönnum sínum og íbúum sínar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir veturinn. Hér að neðan má síðan lesa stutta sumarkveðju frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar Karli Óttari Péturssyni.

Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra
Gleðilegt sumar!

Sumarkveðja frá bæjarstjóra

Blessuð sólin elskar allt,

allt með kossi vekur,

haginn grænn og hjarnið kalt

hennar ástum tekur

Sumardagurinn fyrsti eru gleðileg tímamót.  Við skiljum þá við langan og erfiðan vetur sem verður okkur minnisstæður fyrir erfiðleika og vá, sem við höfum ekki getað séð fyrir, í formi farsóttar.  En hinn náttúrulegi hefðbundni vetur  er brátt að baki, birtan er nú að hafa fullan sigur yfir myrkrinu, snjórinn er smám saman að hörfa undan geislum sólarinnar og það er vor í lofti. Eftirvænting eftir góðu sumri, þar sem við njótum góða veðursins og samveru með okkar nánustu.

Það sama er að gerast í barráttu okkar við farsóttina, COVID 19, sem færðist yfir okkur sem skuggi í skammdeginu og hefur gert okkur lífið leitt nú seinni part vetrar. Eins og vorið og sumarið eru nú að ná yfirtökum, hefur okkur með samstilltu átaki tekist að ná yfirhöndinni, smitum fer hratt fækkandi og við bindum öll vonir við að höftum verði aflétt.  En við verðum að hafa varan á okkur áfram, við megum ekki sofna á verðinum því árangur er fyrst og fremst undir okkur kominn. Við verðum að halda áfram að fylgja þeim fyrirmælum sem sóttvarnaryfirvöld setja, gæta vel að eigin hreinlæti og gefa engan afslátt af sóttvörnum.  Ef við gerum það, þá er svo sannarlega bjart framundan og við getum hlakkað til að taka á móti sumrinu, með sól í hjarta!

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Karl Óttar Pétursson,
bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Fleiri myndir:
Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra
Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit