mobile navigation trigger mobile search trigger
23.03.2016

Góður árangur Grunnskóla Reyðarfjarðar og UÍA í grunnskólamóti og sveitaglímu

Sautján nemendur frá Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku þátt í Grunnskólamóti Íslands í glímu, sem fram fór á Hvolsvelli laugardaginn 19. mars. Hópurinn stóð sig með miklum ágætum. 

 

Góður árangur Grunnskóla Reyðarfjarðar og UÍA í grunnskólamóti og sveitaglímu

Þeir urðu aðrir í stigakeppni skóla á eftir Hvolsskóla og eignuðust fjóra grunnskólameistara, Þórð Pál Ólafsson, Birki Inga Óskarsson, Mörtu Lovísu Kjartansdóttur og Nikólínu Bóel Ólafsdóttur. Að loknu grunnskólamóti fór fram bráðskemmtileg og fjörug sveitaglíma. Allar sveitir stóðu sig með mikilli prýði og ein sveitin, sveit 10 og 11 ára stráka, varð sveitaglímumeistari. Það var  lærdómsríkt og skemmtilegt að hitta og fá að takast á við glímukrakka hvaðanæva af landinu. Allir voru ánægðir þegar heim var komið eftir langt ferðalag þar sem lífsgleðin og vináttan var í fyrirrúmi.

Frétta og viðburðayfirlit