mobile navigation trigger mobile search trigger
30.05.2017

Göngufélag Suðurfjarða hreinsar strandlengjuna

Göngufélagið stendur ekki aðeins fyrir skipulögðum göngum heldur vinnur það einnig að náttúruvernd.

Göngufélag Suðurfjarða hreinsar strandlengjuna
Úr einni ferðinni. Mynd: Göngufélag Suðurfjarða

Göngufélag Suðurfjarða er starfrækt í samstarfi Fáskrúðsfirðinga, Stöðfirðinga og nágranna okkar í Breiðdalnum. Yfir sumarið skipuleggur félagið gönguferðir upp um fjöll og firnindi en hefur einnig verið virkt í því að ganga fjörur og losa umhverfið við alls kyns rusl.

Í kjölfarið á átaki Landverndar, Hreinsum Ísland dagana 25. apríl-7. maí, skipulagði félagið fjöruhreinsanir sem hafa verið á hverjum þriðjudegi í maí og munu standa fram í júní. Hist er á ákveðnum stað og ákveðið svæði tekið fyrir í hverri göngu sem hefur skilað miklum árangri. 

Frábært framtak hjá Göngufélaginu sem má fylgjast með á fésbókarsíðu félagsins.

Einnig má benda á að Áhugafólk um hreint umhverfi stóð fyrir hreinsun á Neseyri við Norðfjörð þann 1. maí s.l.

Allir sem hafa áhuga á að hreinsa nærumhverfi sitt eru hvattir til að taka þátt því þetta er málefni sem varðar okkur öll.

Meira um átakið Hreinsum Ísland.

Frétta og viðburðayfirlit